Upplýsingar

Aukið öryggi með kaskótryggingu

Rafland býður upp á 3ja til 5 ára kaskótryggingu á vörum í samstarfi við tryggingarfélagið Vörð. Kaskótryggingin tryggir hlut umfram hefðbunda ábyrgðaskilmála auk þess sem hún virkar sem framlenging á venjulegri ábyrgð. Tryggingin gildir um allan heim og hefur sýnt sig að það margborgar sig að vera með kaskótryggingu. Meðal kosta eru að sjálfsábyrgð er engin, engin afföll vegna notkunar og hún tryggir fyrir óhöpp og þjófnaði. Til dæmis ef einhver ungur heimilismeðlimur skemmir óvart flatskjáinn á heimilinu þannig að hann er óviðgerðarhæfur og tækið er með virka kaskótryggingu, þá er það bætt með sambærilegu nýju tæki án nokkurs kostnaðar.

​Greiðslumöguleikar

Rafland býður upp raðgreiðslur auk hefðbundinna kortaviðskipta. Raðgreiðslur til allt að 12 mánaða er boðið upp á vaxtalaust, en raðgreiðslur til allt að 60 mánaða fylgja vaxtatöflu Borgunar. Auk þess er hægt að millifæra greiðslur eða óska eftir að fá vörur sendar í póstkröfu.

Endurvinnsla á raftækjum og rafhlöðum

Þú mátt skila rafhlöðum til okkar eða á móttökustöðvar sveitarfélaga þér að kostnaðarlausu.

Raftæki geta innihaldið spilliefni , til að mynda rafhlöður og önnur efni og því er mikilvægt að þeim sé alls ekki fargað með almennu heimilissorpi heldur farið með í sérstaka raftækjagáma á söfnunarstöðvum sveitarfélaganna, þ.e.a.s Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Rafhlöður eru spilliefni og mega ekki fara í almennt sorp.