Viðskiptaskilmálar

Markmið Raflands er að fullnægja þörfum viðskiptavinarins. Ef viðskiptavinur óskar eftir að skila vöru er reynt að verða við því, sé þess nokkur kostur, óháð fyrirfram ákveðnum tímaramma.  Skilyrði er að varan sé í upprunarlegu ástandi, allir fylgihlutir og handbækur fylgi með vöru og umbúðir séu í góðu ástandi.  Að þessum skilyrðum uppfylltum og gegn framvísun kaupnótu er viðskiptavini heimilt að fá inneignarnótu, skipta í aðra vöru eða fá endurgreiðslu séu 14 dagar eða minna liðnir frá kaupdegi. Skilaréttur þessi gildir ekki af sérpöntunum eða notuðum vörum.

Ábyrgðartími á búnaði er almennt 2 ár þegar um neytendakaup er að ræða í samræmi við lög um neytendakaup, en vörum sem ætlaður er umtasvert lengri endingartími en 5 ár geta verið með allt að 5 ára ábyrgðartíma á framleiðslugöllum.  Jafnframt eru vörur úr Kitchenaid Artisan línunni m.a. hin vinsæla Kitchenaid Artisan hrærivél með 5 ára ábyrgðartíma.

Þegar búnaður er keyptur í atvinnuskyni af lögaðila er ábyrgðartími 1 ár.  Ábyrgð fellur niður ef bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar.  Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á búnaði eða notkunar á rekstrarvöru. Ábyrgð á búnaði fellur niður ef viðgerð eða tilraun til viðgerðar hefur verið gerð af öðrum en viðurkenndu verkstæði Raflands, búnaðurinn hefur þolað ranga meðferð, misnotkun, orðið fyrir hnjaski eða átt hefur verið við búnaðinn þannig að skemmd hefur hlotist af.
 

Rafland er rekið af RL hf

Kt. 5101690269

Vsk. nr. 11930

 

Innskráning með Facebook

Með því að skrá þig inn á vefsíðu Raflands í gegnum facebook samþykkir þú að Rafland fái aðgang að eftirfarandi upplýsingum, séu þær aðgengilegar á Facebook reikningi þínum:

1. Fullt nafn 
2. Netfang

Rafland nota þessar upplýsingar til þess að stofna aðgang þinn að rafland.is og deilir þeim ekki með öðrum.
Með því að nota innskráningu í gegnum Facebook á www.rafland.is samþykkir þú þessa skilmála.